Flott að heyra frá mönnum.

Svolítið merkilegt að núna heyrst allt í einu frá öllum þeim ríkustu hér eftir að skorað var á þá... ja nema Jón Ásgeir kannske tjáir hann sig ekki hér eftir allt sem Egill "reiddist fyrir íslensku þjóðina með" en vonandi kemur hann líka að tjá sig það er fyrsta skrefið til að þeim og okkur líði betur.

 En hér kemur smá innlegg frá mér. Mér finnst svakalegt hvernig fór fyrir Kaupþingi OG ÞAÐ EIGI AÐ FARA Í MÁL OG RÍKIÐ EIGI AÐ KOMA AÐ ÞVÍ MEÐ HLUTHÖFUM en hefði ekki verið sami vandi erlendis er ekki alltaf verið að vísa í heimsaðstæður... þá á ég við fyrirsögnina hér að neðan og hvað þá með alla styrki og skatta? Gaman að sjá yfirlit yfir hvað þeir voru miklir. Fræðið mig fróðari menn og konur.

 Vonandi hafa stjórnvöld eitthvað lært af undanförnum þrem RISA gjaldþrotum og vonandi kemur ekki til fleira. Glæsilegt hvað starfa margir þarna hjá Exista get bara ekki sagt annað en gangi ykkur vel. Kunningi minn sagði að mikilvægast af öllu væri að fólk héldi vinnunni sinni og ætli það séu nú ekki orð að sönnu en til þeirra sem misst hafa hana eða annað er líka gott innlegg frá biskupi hér.


mbl.is Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Já, það er nú eiginlega ekki hægt að skamma Jón Ásgeir fyrir þögn því hann er sá eini þangað til núna sem eitthvað tjáir sig opinberlega. Því eftir þáttinn hjá Agli þá kom hann fram í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Steini Thorst, 25.10.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Arnþór Ragnarsson

Já vissulega var JÁJ sá fyrsti sem tjáði sig eða mætti opinberlega er það ekki rétt? En það er kannske ekki kjarni málsins né hvað sagt hefur verið heldur það að menn haldi áfram að ræða lausnir, frávörp eða hvað fólk kann að kalla allt þetta sem komið hefur fram. Mikið hefur verið spáð og spekulerað í fjölda viðtala við ráðamenn o.fl. en núna fyrst fagna ég því að auðmennirnir sjálfir komi að umræðu og vonandi verður mun meira af því. Það er vel, gaman væri að heyra meira. Það sem ég átti við með JÁJ er fyrst og fremst hér en eflaust komu fréttir um það er hann mætti í Silfrið. Núna fyrst mæta hinir allavega nokkrir nú er um að gera heyra meira.

Arnþór Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 17:38

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta var alls ekki réttur tímapunktur til að mæta í viðtal í Silfrið og reyna að skýra sína afstöðu, á meðan allir voru í áfalli. Agli var nokkur vorkunn, þó hann sem reyndur fjölmiðlamaður hefði átt að reyna að hemja sig.Jón Ásgeir mátti þó vita að það kallaði aðeins á enn meiri reiði með því að vilja firra sig allri ábyrgð, eins og hann reyndi í þættinum.

Nú eru mál tekin að skýrast og menn aðeins að róast, - líklega var það rétt hjá þessum aðilum að hafa hægt um sig í bili og taka út stöðuna. Bara gott mál ef þeir vilja vera Íslendingar áfram og leggja sitt til að borga þær skuldir sem þeir hafa stofnað til, en ekki að stinga af eins og margir hræddust.

Vonandi sleppur landinn, það er að segja almenningur með skrekkinn, en hefur í leiðinni lært mikilvæga lexíu.

Þarf að kíkja á þetta viðtal á ÍNN. Sjónvarpsstöð sem ég vissi ekki að væri til, hver er slóðin?

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Arnþór Ragnarsson

Já sama hér Greta endilega pósta inn slóðinni þau sem hana vita. Er búin tvisvar að leita að þessari rás án árangurs. Er hún ef til vill bara á Breiðbandinu eða Skjánum? Var þó að heyra að hún næst í Kópavogi. Næst hún víðar?

Arnþór Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband