Áfram færeyjar en að sjálfsögðu flott hjá Rússum
26.11.2008 | 21:49
Nú þarf bara senda ísl. þjálfara til Færeyja. En auðvitað er þetta mjög ólík lið, Rússar hafa í gegnum tíðina verið stórveldi í þessari íþrótt líkt og mörgum öðrum. Væri ekki ráð að leggja þeim lið og byggja upp handboltann hjá vinaþjóðinni?
Rússar unnu Færeyinga með 21 marki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísl. hafa nú þegar byggt handboltann upp í Færeyjum. Jakob Jónsson, Akureyringur og Ísfirðingur þjálfaði þarna og spilaði lengi (og er eflaust enn að) og svo var næst markahæsti leikmaður færeyinga í kvöld Finnur Hansson (Hans Guðmundssonar, stórskyttu FH, KA og margra fleiri liða). Hansi var jafnframt þarna að þjálfa.
Eflaust mætti gera meir - en við höfum lagt okkar á vogarskálarnar þarna nú þegar.
Reyndar mætti mbl.is alveg minnast á að Finnur Hansson er íslendingur - fyrst þeir eru á annað borð að telja hann upp í fréttinni. Vita eflaust bara ekki af þessari staðreynd.
BA (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.