Ráð

Ég vil byrja þakka þeim sem litið hafa í heimsókn hér á síðuna.

Þetta með verðbólguna var viðbúið eftir allt sem undanfarið hefur gengið. Vonandi fer hún ekki í óðaverðbólgu eins og nokkrir útendingar tjáðu sig um fleiri tugi... en þeir sem ég hef rætt við telja það ólíklegt. Komið endilega að umræðu hér þeir sem þekkja betur. Mæli með gömlu góðu ráði: Greiða eins mikið og kostur er inn á verðtryggð lán eða setja á verðtryggða reikninga, verst er að eru þeir ekki allstaðar bundnir? Endilega upplýsið okkur hin ef einhverjir eru opnir við þurfum öll að lifa og hafa klink til þess, en NÚ er ekki rétti tíminn til að halda áfram að eyða um efni fram.

 Endilega kíkja og commenta á myndirnar t.d. hér í einhverri athugasemdinni eða inn á flickr síðunni, sjá hér til hliðar í tenglum. Þau sem hafa áhuga á að nota myndir sendið mér póst t.d. þar eða bjallið á mig, er í skránni.

 Og endilega takið þátt í umræðunni, þakka þeim sem þegar hafa gert það, það er mikilvægara en nokkru sinni fyrir íslenskt þjóðfélag að við látum öll í okkur heyra.

 Kærar kveðjur til allra fátækra, ríkra, meðal-"ljóna", auðmanna nú er ráð að allir standi saman og ræði saman um lausnir. Elskum hvert annað, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Eða öll dýrin á eyðieyjunni verða þreygja þorrann og það eru góðar persónur á bak við alla og í okkur öllum, sínum það í verki. Kveðjur héðan úr flensunni, verð að fara þrýfa strákinn sem hefur verið órúlega duglegur að lita bæði sig og sokkabuxurnar :) en sem betur fer með lit sem á að vera auðvelt að ná af, best að fara prófa ,)


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband