Rannsaka ítarlega

Lyktin hefur oft verið það sterk að þetta kemur ekki á óvart. Vert að staldra við áður en meiri skaði verður og gera ítarlegri rannsóknir, þannig að framhaldið verði ekki eins slæmt, hvers vegna, hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja þetta og fleiri slys og hvernig? Ætli þetta hafi t.d. vera ástæða dauðsfallana þarna??? - Sólarorka, loftorka / vindur og hafið... ætli það sé vistvænna?


mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er búin að skrifa nokkra pistla um þetta á blogginu mínu. Lestu t.d. þennan, þennan og þennan. Eins og þú sérð þá er þetta ekki aðeins spurning um að eitra fyrir náttúrunni heldur líka mannfólkinu. Taktu eftir að í fyrsta pistlinum sem ég vísa í kemur fram að losun brennisteinsvetnis í iðnaði er mest frá olíuhreinsistöðvum. Arnarfjörður?

Hlustaðu svo á nokkur Spegilsviðtöl í tónspilaranum hjá mér - ég nefni t.d. viðtöl við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og atvinnusjúkdómum og Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði. Allir þessir sérfræðingar vara við brennisteinsvetni og þá einkum fyrir mannfólkið. Þetta er eitur sem lamar öndunarfærin í miklu magni og það er allsendis órannsakað hvaða áhrif það getur haft á okkur í svona miklu magni og miklu návígi.

Eins og ég segi einhvers staðar í skrifum mínum: Það er verið að eitra fyrir okkur.

Það er búið að hamra á því að jarðhitavirkjanir séu hreinar og endurnýjanlegar en það er einfaldlega ekki satt - ekki eins og staðið er að þeim og hve mikið er fyrirhugað að virkja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:00

2 identicon

Takk Lára og Guðlaugur nú er bara halda áfram að vekja máls á þessu. Ekki hefur t.d. heyrst mikið um dánarorsök starfsmannanna þarna, Lára þú hefur greinilega eitthvað mikið til málsins að leggja, glæsilegar greinar.

Lítið endilega í heimsókn á http://flickr.com/photos/22372820@N08/show/ 

Arnþór Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband